Glæpadómstóllinn skoðar fíkniefnastríð Dutertes

Rodrigo Duterte forseti Filippseyja.
Rodrigo Duterte forseti Filippseyja. AFP

Alþjóða glæpadómstóllinn í Haag ætlar að hefja bráðabirgðarannsókn á meintum glæpum sem framdir hafa verið í tengslum við fíkniefnastríð stjórnvalda á Filippseyjum.

Fatouo Bensouda, æðsti saksóknari dómstólsins, segir rannsóknina einkum taka þeirra ásakana að filippseyskir lögreglumenn hafi staðið fyrir aftökum án dóms og laga á meintum fíkniefnaneytendum og -sölum.

Sú stefna forseta Filippseyja, Rodridgo Duterte, að samþykkja slík dráp sem lið í fíkniefnastríðinu hefur mætt fordæmingu alþjóðasamfélagsins.

BBC hefur eftir Bensouda að dómstóllinn muni einnig taka til skoðunar valdbeitingu yfirvalda í Venesúela í mótmælum þar í landi. Hefur stjórn Nicolasar Maduros, forseta Filippseyja, sætt ásökunum um mannréttindabrot vegna mótmæla á síðasta ári, sem hafa kostað meira en 120 manns lífið.

Kvaðst Bensouda hafa fylgst náið með málum á Filippseyjum og í Venesúela og að eftir „vandlega, sjálfstæða og hlutlausa skoðun .... þá hef ég ákveðið að hefja bráðabirgðarannsókn á báðum málum.“

Á þessu stigi sé hins vegar ekki um fulla rannsókn að ræða, heldur sé verið að kanna hvort að ástæða sé til að hefja slíka rannsókn.

Óeirðalögregla í Venesúela stoppar hér af mótmælendur sem eru ósáttir ...
Óeirðalögregla í Venesúela stoppar hér af mótmælendur sem eru ósáttir við matarskort og efnahagskreppuna í landinu. Yfirvöld hafa verið sökuð um mannréttindabrot vegna hörkunar sem þau hafa sýnt mótmælendum. AFP
mbl.is
VW POLO
TIL SÖLU VW POLO 1400, ÁRG. 2011, EK. 93Þ., HVÍTUR AÐ LIT. BENSÍN, BEINSKIPTUR. ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...