Rekstrarstöðvun blasir við

Klukkan á þinghúsinu í Washington sló miðnætti án þess að …
Klukkan á þinghúsinu í Washington sló miðnætti án þess að samist hafði um fjárlögin. AFP

Rekstrarstöðvun hins opinbera blasir við í Bandaríkjunum í dag eftir að það mistókst að koma fjárlögunum í gegnum þingið. Þingmenn höfðu vonast til þess að takast myndi að samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp fyrir miðnætti (klukkan 5 að íslenskum tíma) svo að koma mætti í veg fyrir alríkislokunina. 

Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, Rand Paul, gerði þessar vonir um snögga afgreiðslu frumvarpsins að engu er hann fór fram á að umræðu breytingartillögur sínar. 

Í janúar var sama staða uppi og rekstrarstöðvun, sem m.a. felur í sér lokun opinberra stofnana, stóð í þrjá daga.  Þegar Paul hóf að tefja málið í gær sagðist ríkisstjórnin vera að búa sig undir alríkislokun. 

Bæði öldungadeildin og fulltrúadeildin þurfa þurfa að samþykkja samkomulagið sem felur í sér fjárlög til tveggja ára. 

Rekstrarstöðvunin varð svo að veruleika eina mínútu yfir miðnætti í nótt, að því er fram kemur í frétt BBC,  um málið. Hins vegar kemur fram að ekki er enn vitað með hvaða hætti þetta mun snerta opinbera þjónustu.

Öldungadeildin mun þó greiða atkvæði um frumvarpið nú eftir klukkan 6 að íslenskum tíma. Fulltrúadeildin mun ekki greiða atkvæði fyrr en að því loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert