Tvífarar leiðtoganna reknir úr stúkunni

Mönnum í gervi leiðtoga Norður-Kóreu og Bandaríkjanna var vísað frá ...
Mönnum í gervi leiðtoga Norður-Kóreu og Bandaríkjanna var vísað frá setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna. AFP

Tveimur mönnum, sem mættu á setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í Suður-Kóreu í gervum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta og Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, var vísað úr stúkunni af öryggisvörðum.

Þeir vöktu mikla athygli í áhorfendastúkunni þegar þeir mættu og voru ekki par sáttir við að vera vísað af vettvangi, enda hafi þeir verið þar í friðsamlegum tilgangi.

„Við vildum koma öllum á óvart og stuðla að heimsfriði og síðan er verið að fylgja okkur út af öryggisvörðum, sem ég tel mjög ósanngjarnt. Vilja ekki allir frið?“ hefur Reuters eftir tvífara Kim Jong-un.

Mikil áhersla var á nánari tengsl ríkjanna tveggja á Kóreuskaga við setningarathöfn leikanna og gengu íþróttamenn beggja ríkja saman inn á leikvanginn undir fána sameinaðs Kóreuskaga, auk þess sem Kim Yo Jong, systir Kim Jong-un, var viðstödd athöfnina.

Frétt Reuters um málið.

Íþróttamenn Norður- og Suður-Kóreu gengu saman undir fána sameinaðs Kóreuskaga ...
Íþróttamenn Norður- og Suður-Kóreu gengu saman undir fána sameinaðs Kóreuskaga við setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna. AFP
Kim Yo Jong, systir Kim Jong-un, tekur í hönd Moon ...
Kim Yo Jong, systir Kim Jong-un, tekur í hönd Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu við setningarathöfnina. AFP
mbl.is
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...