Tvífarar leiðtoganna reknir úr stúkunni

Mönnum í gervi leiðtoga Norður-Kóreu og Bandaríkjanna var vísað frá ...
Mönnum í gervi leiðtoga Norður-Kóreu og Bandaríkjanna var vísað frá setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna. AFP

Tveimur mönnum, sem mættu á setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í Suður-Kóreu í gervum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta og Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, var vísað úr stúkunni af öryggisvörðum.

Þeir vöktu mikla athygli í áhorfendastúkunni þegar þeir mættu og voru ekki par sáttir við að vera vísað af vettvangi, enda hafi þeir verið þar í friðsamlegum tilgangi.

„Við vildum koma öllum á óvart og stuðla að heimsfriði og síðan er verið að fylgja okkur út af öryggisvörðum, sem ég tel mjög ósanngjarnt. Vilja ekki allir frið?“ hefur Reuters eftir tvífara Kim Jong-un.

Mikil áhersla var á nánari tengsl ríkjanna tveggja á Kóreuskaga við setningarathöfn leikanna og gengu íþróttamenn beggja ríkja saman inn á leikvanginn undir fána sameinaðs Kóreuskaga, auk þess sem Kim Yo Jong, systir Kim Jong-un, var viðstödd athöfnina.

Frétt Reuters um málið.

Íþróttamenn Norður- og Suður-Kóreu gengu saman undir fána sameinaðs Kóreuskaga ...
Íþróttamenn Norður- og Suður-Kóreu gengu saman undir fána sameinaðs Kóreuskaga við setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna. AFP
Kim Yo Jong, systir Kim Jong-un, tekur í hönd Moon ...
Kim Yo Jong, systir Kim Jong-un, tekur í hönd Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu við setningarathöfnina. AFP
mbl.is
Bókhaldsþjónusta
Langar þig að losna við bókhaldið? Tek að mér bókhald, reikningagerð, launabókha...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Bækur til sölu
Ævintýri Stikkilsberja Finns eftir Mark Twain (á ensku) 1. útg. London, 1884. Ve...
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...