Umfangsmiklar aðgerðir í Egyptalandi

Hermaður að störfum í Egyptalandi.
Hermaður að störfum í Egyptalandi. AFP

Egypski herinn segist vera í meiri háttar aðgerðum á svæðum þar sem uppgangur vígamanna Ríkis íslams hefur verið hvað mestur, m.a. á Sinaí-skaga. Aðgerðirnar eru enn sagðar vera í gangi og eru lögreglumenn og hermenn að vinna á hæsta viðbúnaðarstigi, að því er segir í yfirlýsingu frá hernum. 

Stjórnarherinn hefur orðið fyrir ítrekuðum árásum herskárra íslamsista allt frá því herinn steypti forsetanum fyrrverandi Mohamed Morsi af stóli árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert