Ekki tilbúnir að semja um frið

Palestínumenn voru ekki sáttir við ákvörðun Trump um að viðurkenna ...
Palestínumenn voru ekki sáttir við ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. AFP

Donald Trump segist ekki viss um að Palestínumenn og Ísraelsmenn séu tilbúnir að semja frið. Þetta sagði hann í viðtali við ísraelska fjölmiðilinn Israel Hayom. Í sama viðtali sagði hann einnig að ákvörðunin um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels hefði verið einn af hápunktum starfsferils síns sem forseti.

Þegar Trump var spurður um það hvenær Bandaríkin myndu gefa út friðaráætlun á milli landanna sagði hann þau þurfa að sjá til. Í augnablikinu væru Palestínumenn ekki að leitast eftir því að semja frið. Þá væri hann ekki endilega viss um að Ísraelsmenn væru að leitast eftir því heldur, og því þyrfti að sjá hvað setti.

Þá sagði hann að Ísraelsmenn þyrftu að fara mjög varlega í sáttaviðræðum, en það væru sættirnar sem oftast stæðu í vegi fyrir friði.

Hann var einnig spurður um ummæli sem hann lét falla á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos þess efnis að Jerúsalem „væri út af borðinu“. Trump sagði mikilvægt að árétta það að borgin væri höfuðborg Ísraels, en að hann gæti samþykkt mörk sem báðar hliðar sættust á varðand borgina.

mbl.is
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...
Til leigu
Seljahverfi, 5 herb. Götuhæð Langtíma Verð, tilboð, sími 8605533...