Starfsmannastjórinn ekki á förum

Donald Trump hyggst ekki ráða nýjan starfsmannastjóra.
Donald Trump hyggst ekki ráða nýjan starfsmannastjóra. AFP

Talsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir forsetann hafa fulla trú á starfsmannastjóra sínum, John F. Kelly, og að hann sé ekki farinn að leita að öðrum í starfið. Washington Post greinir frá.

Kelly hefur hlotið harða gagnrýni fyrir störf sín undanfarið, og þá sérstaklega fyrir það að hafa komið Rob Porter, aðstoðarmanni Bandaríkjaforseta, til varnar eftir að fyrrverandi eiginkonur hans ásökuðu hann um heimilisofbeldi.

Sögusagnir þess efnis að Kelly hafi boðist til að segja upp störfum vegna þessa hafa gengið á fréttamiðlum, en Kelly hefur sjálfur neitað sannleiksgildi þeirra. Þá hefur Washington Post einnig greint frá því að Trump sé óánægður með Kelly og hafi haft samband við Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra, vegna málsins.

John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, (t.h.) ásamt Rob Porter (t.v.) ...
John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, (t.h.) ásamt Rob Porter (t.v.) sem nýlega sagði upp störfum vegna ásakana um heimilisofbeldi. AFP
mbl.is
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Námskeið fyrir áhugaljósmyndara
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...