Starfsmannastjórinn ekki á förum

Donald Trump hyggst ekki ráða nýjan starfsmannastjóra.
Donald Trump hyggst ekki ráða nýjan starfsmannastjóra. AFP

Talsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir forsetann hafa fulla trú á starfsmannastjóra sínum, John F. Kelly, og að hann sé ekki farinn að leita að öðrum í starfið. Washington Post greinir frá.

Kelly hefur hlotið harða gagnrýni fyrir störf sín undanfarið, og þá sérstaklega fyrir það að hafa komið Rob Porter, aðstoðarmanni Bandaríkjaforseta, til varnar eftir að fyrrverandi eiginkonur hans ásökuðu hann um heimilisofbeldi.

Sögusagnir þess efnis að Kelly hafi boðist til að segja upp störfum vegna þessa hafa gengið á fréttamiðlum, en Kelly hefur sjálfur neitað sannleiksgildi þeirra. Þá hefur Washington Post einnig greint frá því að Trump sé óánægður með Kelly og hafi haft samband við Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra, vegna málsins.

John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, (t.h.) ásamt Rob Porter (t.v.) ...
John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, (t.h.) ásamt Rob Porter (t.v.) sem nýlega sagði upp störfum vegna ásakana um heimilisofbeldi. AFP
mbl.is
Chesterfield sófasett til sölu
Tignarlegt Chesterfield sófasett til sölu. Vel með farið. Í settinu fylgir þrigg...
Antik bollar, kaffikanna og sykurkar
Til sölu ónotað fallegt 6 manna bollastell með gyllingu. Verð 15000 kr. Uppl í ...
Svartur lazyboy leðurstóll 2 ára gamall
Virkilega nettur vel með farinn Lazyboy svartur leðurstóll . Verðhugmynd 80.000...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...