Þrír farast í þyrluslysi

Miklaglúfur er rúmlega 1,6 km djúpt og er einn vinsælasti …
Miklaglúfur er rúmlega 1,6 km djúpt og er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Bandaríkjunum. AFP

Þrír fórust og fjórir slösuðust er þyrla með ferðamenn hrapaði í Miklagljúfri í Arizona í Bandaríkjunum í gær.

BBC hefur eftir talsmanni bandarísku flugumferðastofnunarinnar að verulegar skemmdir hafi orðið á þyrlunni, en atburðurinn átti sér stað um hálfsexleytið í gær að staðartíma.

Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu, en bandarískir fjölmiðlar segja þyrluna hafa verið af gerðinni Airbus Eurocopter EC130.

Miklaglúfur er rúmlega 1,6 km djúpt og er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert