Myndarlegur maður eða áróður?

Umræddar grímur.
Umræddar grímur. Ljósmynd/Twitter

Klappstýrur Norður-Kóreu á Vetrarólympíuleikunum, sem fram fara í Suður-Kóreu, vöktu athygli og reiði sumra vegna grímna sem þær voru með á leik hjá sameiginlegu liði Norður- og Suður-Kóreu gegn Sviss í íshokkí kvenna.

Fjölmiðlar í Suður-Kóreu greina frá því að grímurnar minni á Kim Il-sung, fyrsta leiðtoga Norður-Kóreu og afa Kim Jong-un, núverandi leiðtoga landsins.

Íhaldsfólk í Suður-Kóreu segir að þarna sé um að ræða fyrstu tilraun nágranna þeirra í norðri til að nota leikana í áróðursskyni.

Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa hins vegar gert lítið út atvikinu og segja að einfaldlega hafi verið um myndarlegan mann að ræða á myndinni. Einnig að klappstýrurnar hafi verið að syngja norður-kóresk ástarljóð um manninn.

„Hvernig geta þeir sagt að þetta sé ekki Kim Il-sung eftir eftir að hafa skoðað myndir af honum ungum? Meira að segja hárið er nákvæmlega eins. Verður fólk að ljúga þegar það er ljóst að um er að ræða Kim Il-sung-grímu? Eru þetta Ólympíuleikar lyganna?“ spurði Ha Tae-kyung, leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Suður-Kóreu.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert