Trump sendi Pútín samúðarkveðju

Rannsakendur skoða svæðið þar sem flugvélin hrapaði.
Rannsakendur skoða svæðið þar sem flugvélin hrapaði. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hringdi í Vladimir Pútín, forseta Rússlands, fyrr í dag til að votta honum samúð sína vegna flugslyssins sem varð í grennd við Moskvu í gær. 

Staðfest hefur verið að 71 farþegi og áhöfn sem var um borð í vél á leið frá Moskvu til Orsk fórust þegar vélin hrapaði nokkr­um mín­út­um eft­ir flug­tak frá Domodedovo-flug­vell­in­um í Moskvu í gær.

Talsmaður Hvíta hússins staðfesti símtalið við AFP-fréttastofuna. Rússneskir ráðamenn sögðu að auk þess að hafa rætt flugslysið hefðu forsetarnir rætt friðarferlið í Mið-Austurlöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
fágætar bækur til sölu
ti lsölu nokkrar fágætar bækur Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teik...
VW Fox ágerð 2007
Til sölu vel með farinn VW Fox árg. 2007 ekinn ca. 110.þús Allur nýyfirfarinn og...