Átökin stigmagnast

Þúsundir hafa orðið að flýja heimili sín og fjölskyldur hafa ...
Þúsundir hafa orðið að flýja heimili sín og fjölskyldur hafa spundrast vegna átakanna. Þetta barn er á munaðarleysingjahæli af þeim sökum. AFP

Um 200 þúsund manns eru nú á vergangi eftir að átök milli þjóðarbrota í Ituri-héraði í norðausturhluta Austur-Kongó mögnuðust um miðjan desember. Mannúðarsamtök sem vinna á svæðinu segja að um 800 manns flýi daglega til Bunia, höfuðborgar héraðsins, undan ofbeldinu.

Átökin eru á milli fólks af annars vegar Hema-þjóðinni og hins vegar Lendu-þjóðinni. Stríð hefur í raun ríkt á milli þessara þjóðarbrota í áratugi og á árunum 1999 til 2003 féllu tugþúsundir í átökunum.

Þau blossuðu svo aftur upp af hörku um miðjan desember með þeim afleiðingum að um 200 þúsund hafa flúið heimili sín. 

Þá hafa um 22 þúsund íbúar á svæðinu flúið til nágrannaríkisins Úganda. Sú ferð er ekki hættulaust að minnsta kosti fjórir flóttamenn drukknuðu á leið sinni yfir Albertsvatn á landamærunum ríkjanna. 

Á ofhlöðnum bátum 

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna staðfestir að frá áramótum hafi um 34 þúsund manns flúið frá Austur-Kongó til Úganda. Flóttafólkið fer á smáum ofhlöðnum bátum yfir vatnið.

„Flóttamennirnir segja frá vaxandi ofbeldi gegn almennum borgurum sem og drápum og eyðileggingu húsa,“ segir í yfirlýsingu Flóttamannastofnunarinnar. Þar kemur fram að margir lýsi því að fólk sé drepið með sveðjum eða skotið með örvum.

Mikil ólga hefur lengi verið í austurhluta Austur-Kongó, þar sem Ituri-hérað er að finna. Þar ráða skæruliðahópar lögum og lofum á stórum svæðum. 

Ólgan nú stafar af óvissu í tengslum við framtíð Joseph Kabila forseta. Hann hefur setið á valdastóli frá árinu 2001 og hefur hug á að bjóða sig fram enn einu sinni í óþökk margra. 

mbl.is
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Í Grafarvogi íbúð til leigu
100 ferm. rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð (enginn kjallari). Langtímaleiga la...