Birti lista yfir meint einkenni samkynhneigðra

AFP

Vinsælt dagblað í Malasíu hefur birt lista yfir meint atriði til þess að sjá hverjir séu samkynhneigðir. Listinn hefur vakið hörð viðbrögð og hefur meðal annars verið varað við því að birting hans gæti hugsanlega stefnt lífi og limum fólks í hættu.

Fram kemur í frétt AFP að meðal annars komi fram í umfjöllun dagblaðsins Sinar Harian að samkynhneigðir karlar elski að sækja líkamsræktarstöðvar til þess að horfa á aðra karlmenn. Þeir gangi í þröngum fötum til þess að sýna eigin líkamsbyggingu og séu gjarnan með skegg. Þá ljómi þeir upp þegar myndarlegir karlar verði á vegi þeirra.

Blaðið segir samkynhneigðar konur hata karlmenn en elska faðmlög. Umfjöllunin var birt á föstudaginn. Mannréttindasamtök hafa fordæmt listann og sagt hann líklegan til þess að stuðla að aukinni andúð og ofbeldi í garð samkynhneigðra.

Dagblaðið hefur ekki brugðist við gagnrýninni að því er segir í fréttinni. Mannréttindasamtök segja að vaxandi íhaldssemi gæti í Malasíu en samkynhneigð er enn skilgreind sem glæpsamleg í landinu að viðlögðu allt að 20 ára fangelsi, hýðingu eða sektum.

mbl.is
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp75 95 og 110 hp bátavélar frá TD Með gír og mælabo...
Einbýlishús til leigu
Fallegt tæplega 200 fermetra einbýlishús til leigu í Garðabæ. Langtímaleiga kemu...
Bolir
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bómullarbolir Sími 588 8050. - vertu vi...
Bókhaldsþjónusta
Langar þig að losna við bókhaldið? Tek að mér bókhald, reikningagerð, launabókha...