Fundinn sekur um fjölda brota

Barry Bennell.
Barry Bennell.

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnuþjálf­ar­inn Barry Benn­ell hefur verið fundinn sekur um fjölmörg kynferðisbrot gegn drengjum. Brotin áttu sér stað á níunda áratugnum en fórnarlömb Bennel voru yngri en 16 ára.

Bennell, sem er 64 ára, var sakfelldur í 36 ákæruliðum fyrir ósæmilega árás og kynferðislegt ofbeldi gagnvart strákum sem voru á aldrinum átta til 15 ára gamlir þegar brotin voru framin.

Benn­ell kom fyr­ir dóm­ara í gegn­um vef­mynda­vél sem tengd var við fang­elsi þar sem hann er. 

Benn­el starfaði sem þjálf­ari hjá Crewe Al­ex­andra, Manchester City og Stoke á þjálf­ara­ferli sín­um. 

Áður hef­ur komið fram að for­svars­menn Crewe vissu þegar á seinni hluta ní­unda ára­tug­ar­ins að Benn­ell, þjálf­ari yngri deilda, hefði verið sakaður um kyn­ferðis­lega mis­notk­un. Hann hélt engu að síður áfram að þjálfa liðið árum sam­an.

Benn­ell fékk fjög­urra ára dóm fyr­ir að nauðga bresk­um dreng á fót­bolta­ferðalagi í Flórída árið 1994. Þá fékk hann einnig níu ára dóm fyr­ir 23 brot gegn sex drengj­um á Englandi árið 1998.

Benn­ell var svo stungið í fang­elsi í þriðja sinn í fyrra er hann játaði að hafa beitt dreng of­beldi í fót­bolta­búðum árið 1980.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert