Hvetur til frekari sátta á Kóreuskaga

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, ræðir hér við Kim Yo-jong, systur ...
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, ræðir hér við Kim Yo-jong, systur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hvatti í dag til að „lífga“ enn frekar upp á hið „hlýja andrúmsloft sátta“ sem Suður-Kórea hefði skapað með Vetrarólympíuleikunum.

Lofaði Kim nágranna sína í suðri fyrir að halda leikana í Pyeongchang, en kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu hefur valdið síaukinni spennu á Kóreuskaganum undanfarin misseri.

Norðurkóreska sendinefndin sem var meðal gesta á Vetrarólympíuleikunum hefur nú snúið heim, en vera systur Kims, Kim Yo-jong, sem fór fyrir nefndinni vakti mikla athygli.

BBC hefur eftir forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, að Bandaríkin séu opin fyrir því að ræða við Norður-Kóreu. Moon útlistaði þó ekki frekar við hvað hann átti, en kann að hafa verið að vísa í orð Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem einnig var gestur á leikunum.

„Ef þið viljið tala, þá tölum við,“ hafði Washington Post eftir varaforsetanum.

Viðvera norðurkóresku sendinefndarinnar á leikunum hefur verið talin til merkis um ákveðna þíðu í samskiptum ríkjanna. Sumir hafa þó einnig lýst yfir áhyggjum af að heimsókninni hafi verið ætlað að sigra áróðursstríð.

„Eftir að hafa fengið skýrslu sendinefndarinnar, lýsti Kim Jong-un yfir ánægju sinni með hana,“ sagði í frétt norðurkóresku fréttastofunnar  KCNA.

Kim Jong-un fyrir miðju. Sitthvoru megin til hliðar við hann ...
Kim Jong-un fyrir miðju. Sitthvoru megin til hliðar við hann eru systir hans, Kim Yo-jong, og Kim Yong-nam forseti norðurkóreska þingsins. Ljósmynd/KCNA

Er Kim sagður hafa verið hrifinn af „því einkenni suðursins að leggja sérstaka áherslu á heimsókn Norður-Kóreu ... og lýsti yfir þakklæti sínu vegna þess.“

Þá er hann einnig sagður hafa stungið upp á að „lífga frekar upp á hlýtt andrúmsloft sátta og samræðna milli Kóreuríkjanna“. Er Kim sagður hafa veitt frekari leiðbeiningar um hvernig það verði gert.“

BBC segir fréttinni hafa fylgt óvenjuhversdagslega mynd af leiðtoganum, en með Kim á myndinni sjást systir hans og Kim Yong-nam, forseti norðurkóreska þingsins, halda í hendur leiðtogans.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...