Níðingar sem notuðu stöðu sína

Jovenel Moise, forseti Haítí.
Jovenel Moise, forseti Haítí. AFP

Jovenel Moise, forseti Haítí, gagnrýnir harðlega viðbrögð góðgerðarsamtakanna Oxfam vegna kaupa yfirmanna samtakanna á vændi á eyjunni í kjölfar jarðskjálftans árið 2010. Hann segir um „alvarlegt brot á mannlegri reisn“ að ræða. 

Bresku samtökin Oxfam hafa verið til umfjöllunar í fréttum víða um heim síðustu daga vegna ásakana á hendur starfsmönnum um að þeir hefðu greitt konum fyrir kynlíf er þeir voru að störfum eftir hamfarirnar miklu sem kostuðu um 220 þúsund manns lífið.

„Það er ekkert ósæmilegra og óheiðarlegra en níðingur sem notar stöðu sína í hjálparstarfi á hamfarasvæði til að misnota fólk í neyð á viðkvæmustu augnablikum þess,“ skrifaði Moise á Twitter um málið í gærkvöldi.

Oxfam hefur neitað því að hafa hylmt yfir með gerendunum. Fyrrverandi starfsmenn segjast hafa bent yfirstjórnendum á hvað var á seyði, bæði í starfi samtakanna í Tjad og á Haítí. Samtökin brugðust við með því að bjóða höfuðpaurnum Roland van Hauwermeiren, sem var landstjóri samtakanna á Haítí og áður í Tjad, að segja upp sem hann og gerði. Í heild hættu níu starfsmenn Oxfam störfum vegna málsins. 

Penny Lawrence, aðstoðarforstjóri Oxfam, sagði af sér í gær. Hún sagðist taka fulla ábyrgð og harmaði að málið hefði komið upp á hennar vakt, eins og hún orðaði það í yfirlýsingu. 

Í rannsókn Oxfam á ásökunum á hendur mönnunum árið 2011 var m.a. skoðað hvort mennirnir hefðu keypt vændi, halað niður klámefni og beitt fólk þvingunum og hótunum.

mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...