Senda herskip inn á Suður-Kínahaf

Breska freigátan HMS Sutherland.
Breska freigátan HMS Sutherland. Ljósmynd/Wikipedia.org

Breska freigátan HMS Sutherland mun í næsta mánuði sigla frá Ástralíu í gegnum hafsvæði í Suður-Kínahafi sem Kínverjar standa í deilum um við nágrannaríki sín. Talið er líklegt að ferð herskipsins muni kalla á hörð viðbrögð frá ráðamönnum í Kína.

Kína gerir tilkall til stórs hafssvæðis í Suður-Kínahafi og hefur unnið að því á liðnum árum að breyta rifum í eyjar og koma þar upp hernaðarmannvirkjum eins og flugbrautum. HMS Sutherland mun koma til Ástralíu síðar í vikunni að sögn varnarmálaráðherra Bretlands, Gavins Williamson.

Haft er eftir Williamson í frétt AFP að freigátan muni sigla í gegnum Suður-Kínahaf á leiðinni aftur til Bretlands í þeim tilgangi að senda skýr skilaboð um að breski sjóherinn hafi fullan rétt á því. Hann gaf hins vegar ekki upp nákvæma siglingaleið herskipsins.

Bandarísk herskip hafa siglt mjög nálægt eyjunum sem Kínverjar hafa búið til og er haft eftir Willamson að Bretar styðji nálgun Bandaríkjamanna í málinu.

mbl.is
Toyota
Toyota Corolla til sölu Árg. `98. Liftback. Skoðaður '18. Topp eintak. Verð tilb...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
Springum út í allt sumar.. þú getur meira með Cupid.is Kynlífsvörur ss titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkkur www.cupid.is
Springum út í allt sumar.. þú getur meira með Cupid.is Unaðsvörur , ódýrar kynl...