19 hælisleitendur farast í bílslysi

Bani Walid, sem er suður af höfuðborginni Trípólí, er vinsæll ...
Bani Walid, sem er suður af höfuðborginni Trípólí, er vinsæll viðkomustaður smyglara sem koma þangað með hælisleitendur frá nágrannaríkjum Líbýu, sunnan Sahara. Kort/Google

19 hælisleitendur hið minnsta létust í bílslysi í borginni Bani Walid í Líbýu á miðvikudag og 79 til viðbótar slösuðust, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá.

Í hópi hinna látnu voru bæði Sómalar og Erítreubúar, en fólkið var á ferð í flutningabíl sem var þéttsetinn af hælisleitendum, að því er AFP-fréttastofan hefur eftir heimildamanni innan líbýska hersins.  

Mohamed al-Mabrouk, forstjóri sjúkrahússins í Bani Walid, segir bílinn hafa oltið um 80 km frá borginni. Sagði hann meiðsl átta hinna slösuðu vera alvarleg.

Bani Walid, sem er suður af höfuðborginni Trípólí, er vinsæll viðkomustaður smyglara sem koma þangað með hælisleitendur frá nágrannaríkjum Líbýu, sunnan Sahara, áður en haldið er áfram með þeim niður að höfn til að koma þeim sjóleiðina til Ítalíu.

mbl.is