Allir bjuggust við þessu

Nemendur yfirgefa skólann í dag í kjölfarið á árásinni.
Nemendur yfirgefa skólann í dag í kjölfarið á árásinni. AFP

Nemandi við Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólann í Parkland í Flórída segir að allir hafi búist við því að maðurinn sem hóf skothríð í skólanum í dag myndi gera eitthvað slíkt.

Lögregla hefur greint frá því að í það minnsta 17 létust í árásinni. Árásarmaðurinn sem er í varðhaldi er fyrrverandi nemandi við skólann; Nicolas Cruz. Hann var handtekinn á vettvangi.

„Í hreinskilni sagt þá sögðu allir að hann væri fær um að framkvæma eitthvað svona og allir krakkarnir í skólanum grínuðust með að hann myndi skjóta skólann í tætlur,“ sagði nemandinn.

„Allir spáðu þessu, það er klikkað,“ sagði nemandinn og bætti við að árásarmaðurinn hafi vitað hvert ætti að fara í skólanum til að sem flestir yrðu á vegi hans.

Nemendur sjást hér ganga úr skólanum.
Nemendur sjást hér ganga úr skólanum. AFP

Melissa Falkowski er kennari við skólann en hún faldi sig inni í skáp á meðan árásinni stóð.„Þetta er martröð. Samfélagið brást þessum manneskjum í dag,“ sagði Falkowski en auk hennar földu 19 nemendur sig inni í skápnum. 

Foreldrar barna ræða við lögregluþjóna.
Foreldrar barna ræða við lögregluþjóna. AFP
mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Söngkona óskast Óska eftir Söngkonu c.a
Söngkona óskast Óska eftir söngkonu ca 40-50 ára. Uppl. antonben@simnet.is...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
Bækur til sölu..
Til sölu bækur...Vestur íslenskar æviskrár..1-5.bindi..Hraunkotsætt... Lygn str...