Driver slítur tengsl við Oxfam

Minnie Driver.
Minnie Driver. AFP

Leikkonan Minnie Driver hefur sagt sig frá verkefnum tengdum góðgerðarsamtökunum Oxfam en hún hafði gegnt hlutverki sendiherra samtakanna í fleiri ár. Starfsmenn samtakanna hafa síðustu daga verið sakaðir um margvíslegt kynferðislegt ofbeldi og áreitni, bæði gagnvart öðrum starfsmönnum og skjólstæðingum. Þá er yfirstjórn samtakanna sökuð um að hafa hylmt yfir með níðingunum sem m.a. misnotuðu aðstöðu sína á vettvangi jarðskjálftanna á Haítí árið 2010.

Driver segir ásakanirnar „ekkert annað en hryllilegar“. Hún hefur starfað með samtökunum í 20 ár og segir vinnu sína hafa beinst gegn félagslegu og efnahaglegu óréttlæti. Hún segist ætla að halda áfram góðgerðarstörfum sínum á öðrum vettvangi. 

Leikkonan hefur sinnt störfum fyrir Oxfam víða um heim, m.a. í Kambódíu og á Taílandi. Þá hefur hún oftsinnis tekið þátt í fjáröflun fyrir samtökin.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert