Einn sagður hafa særst

Höfuðstöðvar Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í Fort Meade í Maryland.
Höfuðstöðvar Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í Fort Meade í Maryland. AFP

Að minnsta kosti einn var skotinn og fluttur særður á sjúkrahús eftir að skothríð braust út við höfuðstöðvar Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í Maryland. Einn maður er í haldi lögreglu eftir atvikið í dag. 

Svörtum jeppa var ekið að inngangi höfuðstöðvanna og hófst skothríðin í kjölfarið. Fyrstu fréttir hermdu að þrír hefði særst en nú þykir ljóst að einn varð fyrir skoti.

Enn er heldur ekki ljóst hvort sá sem særðist varð fyrir skoti lögreglu eða mannsins á jeppanum, að því er segir í frétt BBC. Á myndum bandarískra sjónvarpsstöðva að dæma var skotið ítrekað á jeppann. Áður hafði bílnum verið ekið á steinsteypta vegatálma við höfuðstöðvarnar. 

Hratt tókst að tryggja vettvang, að því er talsmaður stofnunarinnar segir. Að öðru leyti eru málsatvik enn nokkuð í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert