Klámstjarnan mun segja sína sögu

Stormy Daniels og Donald Trump.
Stormy Daniels og Donald Trump. AFP

Umboðsmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels segir að henni sé frjálst að stíga fram og segja frá meintu sambandi sínu við Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Wall Street Journal greindi frá því í janú­ar á þessu ári að Daniels hefði átt í meintu sam­bandi við Trump í júlí 2006, ári eftir að hann kvæntist Melaniu Trump og eignaðist með henni son.

Daniels er ekki lengur bundin þagnareið vegna málsins eftir að lögfræðingur Trumps, Michael Cohen, viðurkenndi að hann hefði greitt henni 130.000 dollara úr eigin vasa.

„Stormy mun stíga fram og segja sína sögu,“ sagði umboðsmaður Daniels, Gina Rodriguez, við fjölmiðla vestanhafs í dag.

Ummæli Rodriguez koma í kjölfarið á því að Cohen greindi frá því að hann hefði persónulega greitt Daniels það sem samsvarar 13 milljónum íslenskra króna. 

Eft­ir að frétt­ir bár­ust af því að Cohen hefði greitt Daniels fyr­ir að tjá sig ekki um sam­bandið við for­set­ann, neitaði hann því í fyrstu harðlega að hún hefði átt í sam­bandi við Trump. Í kjöl­farið bár­ust ásak­an­ir um að greiðslan til Daniels hefði verið ólög­leg og dreg­in af kosn­inga­fé.

Cohen seg­ir greiðsluna hins veg­ar hafa verið lög­lega og ekki tekna af fram­boðsfénu. Spurður hvers vegna hann hefði borgað Daniels sagði Cohen við CNN: „Jafn­vel þó að eitt­hvað sé ekki satt þá þýðir það ekki að það geti ekki valdið skaða og ég mun alltaf verja Trump.“

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
VAÐNES - sumarbústaðalóð
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
 
Þjónustufulltrúi í innheimtu
Skrifstofustörf
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjón...
Starfsmaður í þjónustu við atvinnutæki
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í þjónustu við atvinnutæki ...
Samaugl 20732/20724
Tilboð - útboð
*Nýtt í auglýsin...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...