Lögfræðingur Trump borgaði féð úr eigin vasa

Michael Cohen, lögfræðingur Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist hafa greitt leikkonunni ...
Michael Cohen, lögfræðingur Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist hafa greitt leikkonunni úr eigin vasa. AFP

Lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindi í gær frá því að hann hefði greitt 130.000 dollara úr eigin vasa til klámmyndaleikkonu sem átti í meintu sambandi við Trump áður en hann varð forseti.

Í yfirlýsingu frá lögfræðingnum, Michael Cohen, kveðst hann hafa greitt Stephanie Clifford, sem gengur undir leikaranafninu Stormy Daniels, 130.000  dollara (rúmar 13 milljónir kr.) úr eigin vasa. „Hvorki Trump-samsteypan né forsetaframboð Trumps átti hlut í greiðslunni til fröken Clifford, né heldur var mér endurgreitt fyrir hana með beinum eða óbeinum hætti,“ segir í yfirlýsingunni.

Fréttastofa CNN segir Cohen hafa stofnað einkafyrirtæki aðeins nokkrum vikum fyrir forsetakosningarnar til að halda utan um greiðsluna til Clifford. Wall Street Journal greindi frá því í janúar á þessu ári að Clifford hafi átt í meintu sambandi við Trump í júlí 2006.

Eftir að fréttir bárust af því að Cohen hefði greitt Clifford fyrir að tjá sig ekki um sambandið við forsetann, neitaði hann því í fyrstu harðlega að hún hefði átt í sambandi við Trump. Í kjölfarið bárust ásakanir um að greiðslan til Clifford hefði verið ólögleg og dregin af kosningafé.

Cohen segir greiðsluna hins vegar hafa verið löglega og ekki tekna af framboðsfénu. Spurður hvers vegna hann hafi borgað Clifford sagði Cohen við CNN: „Jafnvel þó að eitthvað sé ekki satt þá þýðir það ekki að það geti ekki valdið skaða og ég mun alltaf verja Trump.“

mbl.is
Múrverk, múrviðgerðir, flísalagnir, flotun ofl.
Getum bætt við okkur verkefnum í múrverki, múrviðgerðum, flísalögnum, flotun ofl...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Bílskúr til leigu á Hjarðarhaga, 105 Reykjavík
Til leigu 24,5 fermetra upphitaður bílskúr. Leigist sem geymsla,,ekki fyrir viðg...
Óska eftir 3 herbergja íbúð í 109, Bakkahverfi
Erum þrír , faðir og tveir unglingar. í heimili og vantar íbúð í Bakkahverfinu á...