Macron flytur fjölmiðlaherbergið

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Franska forsetaskrifstofan tilkynnti í dag að fjölmiðlafólk myndi ekki lengur hafa aðgang að forsetahöllinni en þess í stað verða búin aðstaða í nágrenni hennar. Þetta kemur fram í frétt AFP en þar segir ennfremur að ákvörðunin sé í samræmi við áherslu Emmanuels Macrons, forseta Frakklands, á að halda fjölmiðlum í hæfilegri fjarlægð.

Fjölmiðlafólk hefur undanfarna fjóra áratugi haft aðgang að sérstöku fjölmiðlaherbergi í forsetahöllinni til þess að fylgjast með fjölmiðlafundum, heimsóknum erlendra þjóðhöfðingja og öðrum atburðum. AFP og fleiri fréttastofur hafa haft fasta aðstöðu í herberginu og getað þannig fylgst með því hverjir koma til fundar við forsetann.

Samskiptastjóri Macrons, Sibeth Ndiaye, tilkynnti fjölmiðlafólki að tekin hafi verið ákvörðun um að flytja aðstöðu þeirra í viðbyggingu í nágrenninu og var tilgangurinn sagður vera sá að stækka aðstöðuna. Ákvörðunin kemur til framkvæmda í sumar. Ndiaye vísaði því á bug aðspurð hvort verið væri að reyna að losna við fjölmiðla.

Rifjað er upp í fréttinni að Macron hafi ekki farið leynt með vilja sinn til þess að koma fjölmiðlafólki úr höllinni sjálfri þegar hann var kosinn forseti í maí á síðasta ári. Hugmyndin var hins vegar sett til hliðar í kjölfar mótmæla frá fjölmiðlum. Aðgangi fjölmiðla að forsetanum hefur verið vandlega stýrt til þessa segir ennfremur.

Gert var talsvert grína að því, segir í frétt AFP, skömmu eftir að Macron tók við embætti þegar hann lýsti því yfir að starf hans væri hliðstætt við rómverska guðinn Júpíter, það er að vera yfir daglegar stjórnmálaumræður hafinn og veita fá viðtöl.

Forveri Macrons í embætti, Valery Giscard d'Estaing, sem var forseti 1974-1981, var fyrstur til þess að veita fjölmiðlum aðstöðu í forsetahöllinni. Arftaki hans, Francois Mitterrand, færði aðstöðuna þangað sem hún er nú, þar sem fjölmiðlar geta séð hverjir koma til fundar við forsetann, til þess að auga gegnsæi.

mbl.is
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...