Martin Schulz segir af sér

Martin Schulz.
Martin Schulz. AFP

Martin Schulz, fyrrverandi forseti Evrópuþingsins, sagði af sér í gær sem leiðtogi Jafnaðarmannaflokks Þýskalands. Þetta kemur fram á fréttavefnum Euobserver.com.

Fram kemur í yfirlýsingu frá Schulz að með afsögn sinni vilji hann stuðla að því að umræður innan Jafnaðarmannaflokksins hætti að snúast um einstaklinga og snúist þess í stað um það sem standi í stjórnarsáttmála fyrirhugaðrar ríkisstjórnar jafnaðarmanna og kristlegra demókrata.

Schulz tók við sem leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins fyrir tæpu ári. Flokkurinn tapaði verulegu fylgi í þingkosningunum í lok september og lýst því yfir að af þeim sökum færi hann ekki í ríkisstjórn. Sjálfur hafði Schulz lýst því yfir að hann myndi aldrei taka sæti í ríkisstjórn undir stjórn Angelu Merkel, leiðtoga kristilegra demókrata.

Fyrir vikið lýsti Schulz því yfir á dögunum að hann myndi ekki taka sæti í fyrirhugaðri ríkisstjórn eftir að þrýst var á hann í þeim efnum og hefur nú sagt af sér sem leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins. 

Andrea Nahles, þingflokksformaður Jafnaðarmannaflokksins, hefur verið tilnefnd í hans stað en hún er fyrrverandi félagsmálaráðherra Þýskalands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert