Skotárás hjá Þjóðaröryggisstofnun

Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna.
Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna. Ljósmynd/Wikipedia

Skotárás var gerð fyrir utan höfuðstöðvar Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í Fort Meade í Maryland. Talið er að skotið hafði verið á bifreið í nágrenni við innganginn. Samkvæmt NBC Washington sáust myndir úr lofti af lögreglunni umkringja mann sem hafði verið handjárnaður.

Talsmaður stofnunarinnar segir að engin hætta sé á ferðum núna.

Lögreglan er að rannsaka málið.

Uppfært: Þrír voru skotnir í árásinni, að því er fram kemur í frétt BBC, og maður sem talinn er bera ábyrgð á henni hefur verði handtekinn. Að minnsta kosti einn af þeim sem særðust var fluttur á sjúkrahús samkvæmt frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Ekki kemur fram hvort árásarmaðurinn sé sjálfur í hópi þeirra sem særðust.

Í frétt Sky kemur einnig fram að svörtum jeppa hafi verið ekið á vegatálma við höfuðstöðvar Þjóðaröryggisstofnunarinnar. Á myndum sem NBC hefur birt má sjá göt eftir byssukúlur á bílnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert