Skotárásin ekki talin hryðjuverk

Árásin var gerð við aðalinngang höfuðstöðva Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í Fort …
Árásin var gerð við aðalinngang höfuðstöðva Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í Fort Mea­de í Mary­land. AFP

Skotárásin, sem gerð var fyrir utan höfuðstöðvar Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í dag, virðist ekki hafa verið hryðjuverkaárás samkvæmt samkvæmt bandarísku alríkislögreglunni FBI.

„Ekkert bendir til þess að atvikið tengist hryðjuverkastarfsemi,“ hefur fréttastofa AFP eftir Gordon Johnson, fulltrúa alríkislögreglunnar.

Málið er í rannsókn en þrír hafa verið handteknir í tengslum við árásina. Þá var einn af þeim fluttur á sjúkrahús sökum meiðsla og samkvæmt frétt BBC er ekki vitað um líðan hans. Tveir aðrir, lögreglumaður Þjóðaröryggisstofnunarinnar og almennur borgari, slösuðust í árásinni en ástand þeirra er ekki talið alvarlegt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert