„Það þarf varla að taka það fram“

Donald Trump ræðir við fréttamenn í dag.
Donald Trump ræðir við fréttamenn í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera alfarið á móti heimilisofbeldi en forsetinn rýfur þar með þögn um málið en tveir aðstoðarmanna hans hafa sagt upp störfum vegna ásakana um heimilisofbeldi.

„Ég er alfarið á móti heimilisofbeldi og allir hérna vita það. Það þarf varla að taka það fram en núna vita það allir“ sagði Trump í dag en hann virkaði pirraður að ræða málið.

Trump fór fögrum orðum um ráðgjafann Rob Porter sem sagði upp störfum í síðustu viku. Forsetinn efast um að Porter hafi fengið sanngjarna meðferð í sínu máli. 

Ein fyrr­ver­andi eig­in­kona Port­er seg­ir hann hafa gefið henni glóðar­auga og önn­ur seg­ist hafa þurft að óska eft­ir nálg­un­ar­banni á hann. Port­er neit­ar þess­um ásök­un­um.

„Ásakanir sem þessar eyðileggja líf fólk,“ skrifaði Trump á Twitter um mál Porter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert