Fallbyssuskot í fjörutíu mínútur

Heiðursvörður við höllina í Fredensborg þar sem Hinrik prins lést …
Heiðursvörður við höllina í Fredensborg þar sem Hinrik prins lést í fyrradag. AFP

Klukkan átta að dönskum tíma í morgun hófust fallbyssuskot frá Holmen í Kaupmannahöfn og frá Kronborgarhöll í Helsingør til heiðurs Hinriki prins sem lést í fyrradag, 83 ára að aldri. Fjölmargir eru samankomnir í nágrenni þessara tveggja staða til að minnast prinsins, eiginmanns Margrétar Danadrottningar.

Síðast var skotið af fallbyssunum með þessum hætti er Ingrid drottning, móðir Margrétar, lést árið 2000. 

Athöfnin stendur í fjörutíu mínútur og verður þrisvar sinnum skotið 27 skotum á því tímabili.

Lýsingu danska ríkisútvarpsins í beinni útsendingu má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert