„Hún er frjáls“

Teodora Vasquez brosti þegar hún yfirgaf fangelsið í dag.
Teodora Vasquez brosti þegar hún yfirgaf fangelsið í dag. AFP

Kona frá El Salvador sem var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð þegar hún missti fóstur var látin laus úr fangelsi í dag. Konan, Teodora Vasquez, missti fóstrið fyrir tíu árum, þá 24 ára gömul.

Vasquez var klædd í hvíta stuttermabol þegar hún kom út úr fangelsinu en þar var henni fagnað af vinum og ýmsum mannréttindasamtökum sem hafa krafist þess að lögum um fóstureyðingar í El Salvador verði breytt. Samkvæmt núgildandi lögum eru fóstureyðingar strang­lega bannaðar í El Sal­vador und­ir hvaða kring­um­stæðum sem er. Á þeim laga­grunni var Vasqu­ez dæmd. 

Foreldrar Vasquez og 14 ára gamall sonur hennar tóku líka fagnandi á móti henni. 

„Hún er frjáls. Theodora er ánægð og fegin að öðlast aftur frelsi. Hún er nú þegar búin að hitta fjölskyldu sína og er á heimleið,“ sagði Jorge Menjivar, talsmaður mannréttindasamtaka í El Salvador, við AFP.

Vasquez var dæmd fyrir morð árið 2008 en hún missti fóstrið árið 2007, á síðasta mánuði meðgöngunnar. Hún var handtekin eftir að hún missti fóstrið og dvaldi ellefu ár á bak við lás og slá.

Vasquez faðmar foreldra sína.
Vasquez faðmar foreldra sína. AFP

Hæstiréttur landsins útskýrði ákvörðun sína að láta Vasquez lausa ekki nánar. 

Mannréttindasamtökin Amnesty International krefjast þess að stjórnvöld í El Sal­vador breyti lög­um um fóst­ur­eyðing­ar til að vernda kon­ur lands­ins fyr­ir ómannúðlegri og niður­lægj­andi meðferð sem þær nú þurfa að þola vegna lag­anna. 

El Sal­vador er í hópi fimm ríkja heims þar sem fóst­ur­eyðing­ar eru bannaðar með öllu. Lög­in voru sett árið 1998 og sam­kvæmt þeim má ákæra kon­ur fy­irr morð séu þær grunaðar um brot á lög­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert