Alvarlega slasaður eftir fallhlífarstökk

AFP

Maður er alvarlega slasaður eftir að hafa hoppað fram af háhýsi í miðborg Stokkhólms í dag en fallhlíf hans opnaðist ekki.

Að sögn lögreglu opnaðist fallhlífin ekki þannig að um frjálst fall var að ræða af 22. hæð. Félagi hans stökk einnig en lenti án áfalla þar sem fallhlíf hans opnaðist sem skyldi.

Samkvæmt frétt Aftonbladet var ekki um eiginlegt fallhlífarstökk að ræða heldur svo kallað base jump sem fel­ur í sér að stokkið er fram af háum bygg­ing­um, brúm eða klett­um og fall­hlíf­in er ekki opnuð fyrr en und­ir lok­in. 

mbl.is