Fékk fjórfaldan dauðadóm

Zainab Fatima Ameen.
Zainab Fatima Ameen. AFP

Pakistani var í dag fjórum sinnum dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt sex ára gamla stúlku og nauðgað henni en málið vakti mikla reiði í garð lögreglu vegna þess hve illa var staðið að rannsókn hvarfs stúlkunnar. Maðurinn, Imran Ali, er 24 ára gamall og grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti fimm börn til viðbótar.

Ali var í dag fundinn sekur um morðið á Zainab Fatima Ameen í borginni Kasur í síðasta mánuði. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á sjö börn til viðbótar í Kasur sem er í Punjab héraði. Fimm af þeim voru myrt en hann hefur játað allar árásirnar og að hafa myrt börnin fimm auk Zainab.

Honum er gert að greiða skaðabætur til foreldra Zainab upp á eina milljón rúpía, tæplega eina milljón króna. Réttarhöldin fóru fram í Kot Lakhpat fangelsinu í Lahore og var gríðarleg öryggisgæsla vegna þeirra. Blaðamenn máttu ekki koma inn í fangelsið og urðu að bíða í um það bil 500 metra fjarlæg frá. Aðeins ættingjar Zainab fengu að vera viðstaddir réttarhöldin. Móðir hennar, Nusrat Bibi, krefst þess að hann verði tekinn af lífi á opinberum stað. Að hann verði hengdur á staðnum þar sem hann rændi Zainab.

Þegar Zainab var myrt tóku þúsundir þátt í mótmælum fyrir utan lögreglustöðvar og kveikt var í húsum stjórnmálamanna. Sjónvarpsstöðvar höfðu birt myndir af litlu stúlkunni ganga hönd í hönd með karlmanni skömmu fyrir andlátið. Lífsýni Ali fannst á vettvangi glæpsins og bar saman við lífsýni sem fundust þar sem ráðist var á hin börnin. Að minnsta kosti tólf börnum hefur verið rænt, þeim nauðgað og einhver myrt, í Kasur undanfarin tvö ár. Ali hefur játað átta árásir en ekki er vitað hvort hin fjögur tengist innbyrðis.

Við fangelsið þar sem réttarhöldin fóru fram í dag.
Við fangelsið þar sem réttarhöldin fóru fram í dag. AFP
mbl.is
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Stólar á pallinn
Erum að smíða stóla og borð í sumarbústaðinn eða á pallinn skoðið heimasíðuna...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...