Innanríkisráðherra Mexíkó í þyrluslysi

Upp­tök skjálft­ans eru í grennd við bæ­inn Pinotepa de Don …
Upp­tök skjálft­ans eru í grennd við bæ­inn Pinotepa de Don Luis og fannst skjálft­inn vel í Mexí­kó­borg. Kort/Google.com

Innanríkisráðherra Mexíkó slapp lifandi eftir þyrluslys sem varð í nótt nærri upptökum jarðskjálfta sem var 7,2 stig af stærð. Var hann á flugi ásamt fylkisstjóra Oxaca-fylkis, þar sem skjálftinn reið yfir. Tveir létust hins vegar á jörðu niðri við slysið.

Innanríkisráðherrann Alfonso Navrrete var á ferð í þyrlunni ásamt fylkisstjóranum Alejandro Murat til að skoða aðstæður við upptök skjálftans. Fram kom í máli ráðherrans að flugmaður þyrlunnar hafi misst stjórn á þyrlunni þegar hún var í um 40 metra hæð þegar hún kom til lendingar.

Þá sagði hann einnig að nokkrir farþegar í þyrlunni hafi slasast.

Skjálftinn fannst vel víða um Mexíkó, meðal annars í Mexíkóborgar þar sem byggingar svignuðu. Ekki er þó vitað um að neinar byggingar hafi hrunið, en í tveimur bæjum nálægt upptökunum hefur verið greint frá skemmdum á byggingum. Ekki er vitað til að neinn hafi dáið í skjálftanum sjálfum.

Mikil skelfing greip þó um sig meðal íbúa, enda aðeins sex mánuðir frá því að tveir stórir skjálftar urðu til þess að hundruð manns létust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert