Rekinn úr embætti formanns UKIP

Henry Bolton.
Henry Bolton. AFP

Félagar í breska sjálf­stæðis­flokknum, UKIP, greiddu atkvæði með því að reka formann flokksins, Henry Bolton, úr embætti. Ástæðan var rasísk skilaboð sem unnusta hans sendi.  Bolton, sem var áður foringi í hernum, var kjörinn formaður í september þegar Paul Nuttall sagði af sér í kjöl­far kosn­inga síðasta sum­ar en flokk­ur­inn hlaut eng­in þing­sæti í neðri deild breska þings­ins en fylgi flokks­ins fór ú 12,7% í 1,8%.

63% greiddu atkvæði með vantrauststillögu á formanninn á aukaaðalfundi UKIP í dag. Mjög hafði verið þrýst á hann að segja af sér eftir að upplýst var um skilaboð sem Jo Marney sendi um Meghan Markle, unnustu Harry prins.

Gerard Batten tekur við formennskunni tímabundið en formannskosning fer fram innan þriggja mánaða.

Meghan Markle og Harry prins.
Meghan Markle og Harry prins. AFP

Í janúar var greint frá sambandi Marney, sem er 25 ára gömul fyrirsæta, og Bolton, sem er 54 ára gamall. Bolton og eiginkona hans skildu síðasta sumar en nýverið greindi hann frá því hann hefði slitið sambandinu við Marney.

Marney hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um Markle en hún hefur ítrekað tjáð sig um litarhaft hennar. Segir hún að svart fólk sé ljótt og hún myndi aldrei hafa mök við „negra“.

mbl.is
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...