Segir ákærurnar „þvætting“

Sergei Lavrov.
Sergei Lavrov. AFP

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að ákærur á hendur 13 Rússum vegna ólöglegra afskipta af forsetakosningunum árið 2016 í Bandaríkjunum séu ekkert annað en „þvættingur“.

Lavrov sagði á ráðstefnu í Þýskalandi í dag að hann myndi ekki tjá sig frekar um málið fyrr en hann hefði séð einhverjar staðreyndir.

Robert Mu­ell­er, sem leiðir rann­sókn á meint­um af­skipt­um Rússa af kosn­ing­un­um, sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í gærkvöldi þar sem greint er frá ákær­un­um. Þar kem­ur meðal ann­ars fram að hinir ákærðu hafi fylgst mark­visst með þróun kosn­inga­bar­átt­unn­ar, allt frá ár­inu 2014.

Lavrov sagði að jafnvel varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, efaðist um rannsóknina.

„Þannig að þangað til við sjáum einhverjar staðreyndir er allt annað bara þvættingur“ sagði Lavrov.

Í yf­ir­lýs­ingu frá Hvíta hús­inu sem send var út í gærkvöld kem­ur sams kon­ar álykt­un fram. Rann­sókn Robert Mu­ell­er um meint af­skipti Rússa af kosn­ing­un­um, sýni nú að eng­in spill­ing hafi átt sér stað inn­an kosn­ingat­eym­is Trumps.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert