Fluttur úr gæsluvarðhaldi á sjúkrahús

Tariq Ramadan.
Tariq Ramadan. AFP

Svissneski fræðimaðurinn Tariq Ramadan, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum í Frakklandi, hefur verið lagður inn á sjúkrahús.

Ramadan, sem er grunaður um nauðgun, er með MS-sjúkdóminn (mænusigg) og að sögn stuðningsmanna hans hefur sjúkdómurinn ágerst að undanförnu. Verður rannsakað hvort hann hafi heilsu til þess að sitja í fangelsi þangað til réttarhöldin fara fram. 

<div>Ramadan, sem er 55 ára gamall og prófessor við háskólann í Oxford, hefur setið í gæsluvarðhaldi í Merogis-fangelsinu skammt fyrir utan París frá 2. febrúar. </div><div>

Pró­fess­or­inn hef­ur harðlega neitað ásök­un­um sem kon­urn­ar tvær, sem báðar eru múslim­ar, lögðu fram á síðasta ári. Þær segj­ast hafa leitað til Rama­dan, en afi hans var stofn­andi Bræðralags múslima í Egyptalandi, eft­ir ráðlegg­ing­um tengd­um trú­mál­um. 

Önnur þeirra, Henda Ay­ari, rit­höf­und­ur og þekkt­ur femín­isti og aðgerðarsinni, seg­ir að Rama­dan hafi lagt til að þau hitt­ust í Par­ís árið 2012 eft­ir að hún hafði sam­band við hann og vildi ræða ákvörðun sína um að hætta að ganga með höfuðslæðu.

Hún seg­ir að Rama­dan hafi nauðgað henni í hót­el­her­bergi sínu í Par­ís. Í viðtali við Le Parisien sagði hún að hann hafi beitt hana svo mik­illi hörku að hún hafi talið að dag­ar henn­ar væru tald­ir. 

Önnur kona, sem ekki hef­ur komið fram und­ir nafni, seg­ir að hann hafi nauðgað henni í hót­el­her­bergi í borg­inni Lyon árið 2009. 

</div> <a href="https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/02/01/professor_i_haldi_grunadur_um_naudganir/" target="_blank"><strong>Frétt</strong></a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert