Feðgin fórust í snjóflóði

Fólk á skíðum í frönsku Ölpunum.
Fólk á skíðum í frönsku Ölpunum. AFP

Feðgin létust er snjóflóð féll í frönsku Ölpunum í gær. Faðirinn var 43 ára og dóttirin 11 ára. Þau voru á skíðum í brekkum Pisaillas-jökulsins í nágrenni Val d'Isère-skíðasvæðisins er flóðið féll.

Svæðið hafði verið lokað vegna hættu á snjóflóðum. Feðginin fundust á sunnudag í um 2.930 metra hæð.

Gönguskíðamaður fórst einnig í sama flóði.

Yfirvöld rannsaka nú hvers vegna feðginin voru að skíða á þessum stað en viðvaranir höfðu verið gefnar út til skíðamanna um að vera aðeins í ákveðnum og merktum brekkum.

Leit að feðginunum hófst í gær og voru m.a. þyrlur sendar á vettvang sem og sérhæfðir leitarhópar. Þau fundust svo síðdegis í gær í nágrenni klettabeltis.

Tveir slösuðust í snjóflóði í Sviss um helgina. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg.

Frétt BBC.

mbl.is
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...