Oxfam baðst afsökunar

Samtökin báðu ríkisstjórn Haítí og íbúa landsins afsökunar.
Samtökin báðu ríkisstjórn Haítí og íbúa landsins afsökunar. AFP

Bresku góðgerðarsamtökin Oxfam hafa í fyrsta sinn beðið ríkisstjórn Haítí afsökunar með beinum hætti eftir að í ljós kom að starfsmenn á vegum samtakanna keyptu sér kynlífsþjónustu af barnungum vændiskonum á Haíti.

Þar voru þeir staddir til að veita neyðaraðstoð eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir landið árið 2010.

Samtökin létu rannsaka málið og afhentu ríkisstjórn Haítí skýrslu þar sem greint er nánar frá því sem gerðist.

„Við komum hingað til að láta ráðherra fá skýrsluna og segja honum í leiðinni hversu mikið við skömmumst okkar. Við biðjum ríkisstjórn Haítí og íbúa landsins einnig afsökunar,“ sagði Simon Ticehurst, stjórnandi hjá Oxfam.

„Við höfum gripið til ýmissa ráðstafana til að bæta innra starf okkar hvað öryggismál varðar.“   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert