Abbas vill alþjóðlega ráðstefnu

Mahmud Abbas, leiðtogi Palestínu, flytur ræðu sína í öryggisráði Sameinuðu …
Mahmud Abbas, leiðtogi Palestínu, flytur ræðu sína í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. AFP

Mahmud Abbas, leiðtogi Palestínu, hefur óskað eftir því að alþjóðleg ráðstefna verið haldin um mitt þetta ár þar sem málefni Palestínu og friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs yrði rætt.

Í ræðu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ræddi hann áætlun sína um frið og hvatti til þess að viðræður Ísraela og Palestínumanna myndu hefjast á nýjan leik þar sem Bandaríkin hefðu minna vægi en áður.

„Til að leysa spurninguna um Palestínu er mikilvægt að búa til marghliða alþjóðlegt samtal sem myndi eiga rætur sínar að rekja til alþjóðlegrar ráðstefnu,“ sagði Abbas.

Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að færa sendiráð Bandaríkjanna til Jerúsalem olli mikilli reiði á meðal Palestínumanna, sem lýstu því yfir að stjórnvöld í Washington gætu ekki lengur verið helsti sáttasemjarinn í friðarviðræðunum í Mið-Austurlöndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert