Með meira fylgi en þýskir jafnaðarmenn

AFP

Þýski stjórnmálaflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, mælist í nýrri skoðanakönnun með meira fylgi en Jafnaðarmannaflokkur landsins. AfD mælist nú annar stærsti flokkur Þýskalands í stað jafnaðarmanna á eftir Kristilegum demókrötum.

Skoðanakönnunin var birt í dag af þýska blaðinu Bild en samkvæmt henni mælist AfD með 16% fylgi en Jafnaðarmannaflokkurinn 15,5%. Kristilegir demókratar, undir forystu Angelu Merkel kanslara Þýskalands, er hins vegar með langmest fylgi eða 32%.

Kristilegir demókratar eru þannig með rúmlega tvöfalt fylgi AfD og jafnaðarmanna. Jafnaðarmannaflokkurinn missti umtalsvert fylgi í þingkosningunum í lok september. Flokkurinn ætlaði ekki í ríkisstjórn af þeim sökum en hefur nú skipt um skoðun.

Þannig hefur Jafnaðarmannaflokkurinn gengið frá stjórnarsáttmála við Kristilega demókrata sem atkvæðagreiðsla fer nú fram um á meðal almennra jafnaðarmanna. Talið er að skoðanakönnunin kunni að draga úr stuðningi við stjórnarsáttmálann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert