„Sannur heimsborgari fallinn frá“

Mary krónprinsessa og Friðrik krónprins við kirkjuna í Christiansborg.
Mary krónprinsessa og Friðrik krónprins við kirkjuna í Christiansborg. AFP

Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, komst við er hún flutti minningarræðu um Hinrik prins  í morgun. Útför prinsins fer fram í dag. „Sannur heimsborgari er fallinn frá og við syrgjum öll þennan ástúðlega og örláta andans mann,“ sagði hún. „Fram á síðustu stundu hafði hann áhuga á að læra nýja hluti og þroska sína mörgu hæfileika.“

Mínútu þögn var við upphaf þingfundarins í morgun. 

Hér má lesa ítarlega frásögn danska ríkisútvarpsins á því sem fram fór á þinginu og fylgjast með beinni lýsingu frá útförinni.

Um sex­tíu aðstand­end­ur og nán­ir vin­ir Hinriks prins, eig­in­manns Mar­grét­ar Dana­drottn­ing­ar, verða viðstadd­ir út­för hans í dag. 

Útför­in verður gerð frá hall­ar­kirkj­unni í Christ­ans­borg og hefst at­höfn­in klukk­an 11 að dönsk­um tíma, klukk­an 10 að ís­lensk­um.

Þrír kór­ar munu syngja við út­för­ina, m.a. Drengjakór Kaup­manna­hafn­ar en Hinrik var vernd­ari kórs­ins í 45 ár. 

Tíu menn úr kon­ung­legu líf­varðarsveit­inni munu bera kist­una frá kirkju.

Í kjöl­far at­hafn­ar­inn­ar munu syrgj­end­ur koma sam­an í Amalíu­borg. 

Lík Hinriks verður brennt. Helm­ingi ösk­unn­ar verður dreift yfir sjó við strend­ur Dan­merk­ur og hinn helm­ing­ur­inn verður jarðsett­ur í einka­gra­freit við höll­ina í Fredens­borg. Al­menn­ur aðgang­ur verður ekki að leiðinu að því er sagði í frétta­til­kynn­ingu frá dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unni.

Hinrik lést í síðustu viku, 83 ára að aldri. 

mbl.is
Jólagleði www.kurr.is O Mons Royale mer
Jólagleði www.kurr.is ? Mons Royale merino ullarföt ? Peaty´s hjólasápur ? Knoll...
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Sími 659 5648 stebbi_75@hotmail.com ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...