Sprengjum varpað á sex sjúkrahús

Særðir Sýrlendingar fá aðhlynningu á bráðabirgðasjúkrahúsi í Douma eftir árásirnar …
Særðir Sýrlendingar fá aðhlynningu á bráðabirgðasjúkrahúsi í Douma eftir árásirnar á Austur-Ghouta. AFP

Sprengjum sýrlenska hersins hefur verið varpað á sex sjúkrahús á síðustu tveimur dögum í austurhluta Ghouta-héraðs þar sem sýrlenskir uppreisnarmenn hafast við.

Þrjú sjúkrahúsanna hafa verið óstarfhæf vegna sprenginganna og þó nokkrir hafa látist, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

„Ég er fullur viðbjóðs og í öngum mínum vegna fregna af hryllilegum árásum á sex sjúkrahús í austurhluta Ghouta undanfarna tvo sólarhringa,“ sagði Panos Moumtzis, starfsmaður mannúðarmála í Sýrlandi hjá Sameinuðu þjóðunum.

Fregnir hafa einnig borist af því að fleiri sjúkrahús hafi orðið fyrir árás og þau orðið óstarfhæf í framhaldinu.

Særður óbreyttur borgari fluttur á brott í austurhluta Ghouta.
Særður óbreyttur borgari fluttur á brott í austurhluta Ghouta. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert