Trump neitar að hafa kysst Crooks

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði í dag ásökunum fyrrverandi móttökustúlku um að hann hefði kysst hana án hennar samþykkis fyrir framan lyftu í Trump-turninum og sagði forsetinn að um falskar ásakanir sé að ræða.

Trump var að bregðast við forsíðugrein The Washington Post þar sem fjallað er um það hvernig Rachel Crooks, sem fyrst steig fram með ásakanirnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016, hefur staðið áfram við frásögn sína þrátt fyrir að vita ekki hvort það muni nokkurn tímann skila árangri.

Crooks sagði að árið 2006 þegar hún var 22 ára hafi hún starfað fyrir fjárfestingafyrirtæki sem var staðsett í Trump-turninum. Hún hafi kynnt sig fyrir Trump með höndina útrétta. Hann hafi tekið í höndina og svo byrjað að kyssa hana. Atvikið hafi tekið tvær mínútur. 

„Kona sem ég þekki ekki og að því ég best veit hef aldrei hitt er á forsíðu falskra frétta Washington Post þar sem hún segir að ég hafi kysst sig í tvær mínútur í  anddyri Trump-turnsins fyrir 12 árum síðan. Þetta gerðist aldrei,“ skrifaði forsetinn á Twitter.

„Hver myndi gera þetta á opnu svæði með öryggismyndavélar í gangi,“ bætti hann við og spurði hvers vegna Washington Post hefði aldrei skrifað fréttir um „konur sem fá peninga fyrir að búa til sögur um mig?“

Alls hafa nítján konur stigið fram og sakað forsetann um kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað síðustu áratugi.mbl.is
Járnsmiðja - vantar mann
Vantar vandvirkan og góðan járnsmið sem getur unnið sjálfstætt. Íslenskumælandi....
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Volkswagen, VW Transporter 2016
Bíllinn kom á götuna 25.11.2016 og er ekinn 18.750 km Mikið af aukahlutum. Ve...