Tyrkir vilja gelda kynferðisbrotamenn

Ráðamenn Tyrklands saman komnir.
Ráðamenn Tyrklands saman komnir. AFP

Tyrknesk stjórnvöld vilja gelda kynferðisbrotamenn með lyfjagjöf. Þessi umræða er ekki ný af nálinni en árið 2016 var það sama uppi á teningnum en lög um slíkt voru ekki samþykkt. Nýverið braust út mikil reiði meðal almennings í Tyrklandi eftir að fjölmörg kynferðisbrot gegn börnum komu upp.  

Stjórnvöld hafa sett þetta mál aftur á dagskrá og það verður tekið fyrir á næstu dögum, segir Abdulhamit Gul, dómsmálaráðherra Tyrklands. Dómstólar munu jafnframt ákvarða lengd lyfjagjafar sem á að koma í veg fyrir kynferðislega löngun. 

Lyfjagjöfin mun ekki koma alfarið í veg fyrir kynferðislega örvun heldur bælir hana niður. 

Kynferðisbrotum gegn börnum hefur fjölgað í Tyrklandi. Árið 2006 voru þau 3.778 en tíu árum síðar árið 2016 voru þau 21.189 talsins, samkvæmt tölum frá dómsmálaráðuneytinu. 

Ekki eru allir sammála að lyfjagjöf sé hið eina rétta í stöðunni. Kvenréttindahreyfingar í Tyrklandi hafa lagst harðlega gegn fyrirhuguðum aðgerðum á samfélagsmiðlum og segja þær ekki samræmast mannréttindum.  

mbl.is
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....