Kennarar beri skotvopn

Donald Trump á fundinum í Hvíta húsinu.
Donald Trump á fundinum í Hvíta húsinu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera að íhuga að veita leyfi fyrir því að kennarar beri skotvopn í von um að koma í veg fyrir enn eina skotárásina í skólum landsins.

Á fundi í Hvíta húsinu með kennurum og nemendum menntaskólans Marjory Stoneman Douglas, þar sem 17 manns voru skotnir til bana, viðraði Trump þá hugmynd að einhverjir kennarar gætu fengið þjálfun í notkun skotvopna.

„Augljóslega myndi þetta aðeins henta fyrir þá sem eru mjög hæfir í að meðhöndla byssu,“ sagði Trump.

„Þetta kallast að bera falið skotvopn. Kennarinn myndi hafa á sér falda byssu og þeir myndu gangast undir sérstaka þjálfun,“ sagði hann og nefndi að ekki yrði því lengur um byssulaust svæði að ræða í skólum.

Einn þeirra sem lifði árásina í Flórída af, tjáir sig ...
Einn þeirra sem lifði árásina í Flórída af, tjáir sig á fundinum. AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...