Rúta fór fram af klettum

Björgunaraðgerðir á vettvangi slyssins sem varð í Perú í janúar.
Björgunaraðgerðir á vettvangi slyssins sem varð í Perú í janúar. AFP

Enn eitt alvarlega rútuslysið var í Perú í dag og í því létust að minnsta kosti þrjátíu. Slysið varð er rúta fór út af Pan-American hraðbrautinni í Arequipa-héraði í suðurhluta landsins. Fór rútan fram af klettum og var fallið 80-200 metrar. Í síðasta mánuði létust 52 í rútuslysi í Perú.

Rútan var á leið á milli bæjarins Chala og borgarinnar Arequipa og um borð voru að minnsta kosti 45 manns. Bjarga tókst 17-18 farþegum að því er segir í frétt BBC.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...