Vill að bardögum linni

Antonio Guterres.
Antonio Guterres. AFP

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að bardagar verið stöðvaðir þegar í stað í austurhluta Ghouta-héraðs í Sýrlandi.

Þar hefur her sýrlenskra stjórnvalda varpað sprengjum upp á síðkastið. Uppreisnarmenn halda sig á svæðinu en fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í árásunum.

„Ég bið um að allir þeir sem tengjast þessu hætti þegar í stað öllum bardögum í austurhluta Ghouta svo að þeir sem eiga um sárt að binda geti fengið neyðaraðstoð,“ sagði Guterres í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert