130.000 íbúar ESB fluttu frá Bretlandi

AFP

Alls fluttust 130.000 ríkisborgarar Evrópusambandsins frá Bretlandi frá september 2016 til september 2017 og hefur talan hefur ekki verið hærri í áratug. 

Breska hagstofan greinir frá þessu en þar kemur einnig fram að á sama tíma hafi 220.000 ríkisborgarar ESB flutt til Bretlands á sama tímabili. Munurinn á aðfluttum og brottfluttum er því 90.000, en hlutfallið hefur ekki verið lægra í fimm ár. 

Greint er frá þessu á vef BBC.

Hagstofan telur að útganga Bretlands úr ESB (Brexit) hafi þarna mögulega áhrif, þ.e. að fólk ákveði að flytja úr landi. 

Nicola White, sem heldur utan um tölur um mannfjölda hjá hagstofunni, segir að málið sé vissulega flókið og áhrifaþættirnir margir.

Í tölunum kemur einnig fram, að fleiri Bretar séu að flytja frá Bretlandi heldur en þeir sem eru að snúa aftur heim. 

Af þeim íbúum ESB sem flytja nú til Bretlands fer þeim fækkandi sem eru að koma til landsins í tengslum við atvinnumál eða atvinnuleit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert