Trump talaði um skallablettinn

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði óvænt grín að hárinu á sér í ræðu sem hann hélt fyrir framan íhaldsmenn, skammt fyrir utan Washington.

„Ég reyni allt hvað ég get til að fela þennan skallablett, ég legg mjög hart að mér,“ sagði Trump í léttum dúr.

„Þetta lítur ekki illa út. Við reynum hvað við getum,“ bætti hann við og uppskar mikla kátínu á meðal fundargesta.

Margir hafa fjallað um og furðað sig á hárgreiðslu Trumps í gegnum tíðina og virðist forsetinn hafa ágætan húmor fyrir hárinu sínu ef eitthvað er að marka ræðuna.  

 

 

Donald Trump er hann hélt ræðuna.
Donald Trump er hann hélt ræðuna. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...