Fleiri fyrirtæki slíta tengsl við NRA

Flugfélögin United og Delta bættust í hóp fyrirtækja sem eru ...
Flugfélögin United og Delta bættust í hóp fyrirtækja sem eru hætt að veita félagsmönnum NRA afslætti. AFP

Enn fleiri fyrirtæki bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa slitið öll tengsl við Sam­tök byssu­eig­enda í land­inu, NRA, eftir skotárásina í Flórída í Bandaríkjunum. Flugfélögin United og Delta bættust í hóp bíla­leig­anna Hertz og Enterprise sem buðu báðar upp á af­slætti fyr­ir fé­lags­menn sam­tak­anna. BBC greinir frá

Hávær krafa er um að byssulöggjöf verði hert í landinu eftir að 17 manns voru myrtir í Marjory Stoneman Douglas skólanum. Neyt­end­ur hafa hvatt til þess að viðskipta­vin­ir sam­tak­anna sniðgangi þau, hætti viðskiptum við þau og/eða hætti að veita þeim ýmsa afslætti og vildarkjör. Þrýstingurinn hefur aukist á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #BoycottNRA

Rick Scott, rík­is­stjóri Flórída, hefur lagt til að aldur til að kaupa skotvopn í Bandaríkjunum verði hækkaður úr 18 árum upp í 21 ár. Hann hefur verið undir miklum þrýstingi eftirlifenda skotárásarinnar um að breyta byssulögunum. Fram að þessu hefur hann verið talinn fylgismaður vopnalöggjafarinnar í Bandaríkjunum en hann er repúblikani líkt og forseti landsins Donald Trump sem er fylgjandi byssueign almennings. 

Hart er tekist á um byssulögin líkt og oft áður í Bandaríkjunum. Í fyrradag hélt yf­ir­maður NRA, Wayne LaPier­re, ræðu eftir skotárásina. Ræðan hef­ur farið illa í marga en hann var mjög harðorður er hann varði rétt Banda­ríkja­manna til að bera skot­vopn.

mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...