Fyrirtæki slíta tengsl sín við NRA

Kynningarbás Samtaka byssueigenda á ráðstefnu íhaldsmanna fyrr í vikunni þar ...
Kynningarbás Samtaka byssueigenda á ráðstefnu íhaldsmanna fyrr í vikunni þar sem fólk er hvatt til að ganga til liðs við samtökin. AFP

Nokkur fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa slitið tengsl sín við Samtök byssueigenda í landinu, NRA.

Á meðal þeirra eru bílaleigurnar Hertz og Enterprise sem buðu báðar upp á afslætti fyrir félagsmenn samtakanna.

Neytendur hafa hvatt til þess að viðskiptavinir samtakanna sniðgangi þau, að því er kemur fram í frétt BBC.

Ræða yfirmanns NRA, Wayne LaPierre, hefur farið illa í marga en hann var mjög harðorður er hann varði rétt Bandaríkjamanna til að bera skotvopn.

Það var í fyrsta sinn sem samtökin tjáðu sig opinberlega síðan sautján voru drepnir í framhaldsskóla í Flórída.

LaPirre sagði að tækifærissinnar væru að notfæra sér árásina í Flórída til að herða lög um byssueign.

Wayne LaPierre, formaður Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum.
Wayne LaPierre, formaður Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Vordagar
...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Sómi 800
Til sölu Sómi 800 Aggi SI-8 7185 Nýuppgerður af Siglufjarðarseig. Ný Volvo P...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...