Fyrirtæki slíta tengsl sín við NRA

Kynningarbás Samtaka byssueigenda á ráðstefnu íhaldsmanna fyrr í vikunni þar ...
Kynningarbás Samtaka byssueigenda á ráðstefnu íhaldsmanna fyrr í vikunni þar sem fólk er hvatt til að ganga til liðs við samtökin. AFP

Nokkur fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa slitið tengsl sín við Samtök byssueigenda í landinu, NRA.

Á meðal þeirra eru bílaleigurnar Hertz og Enterprise sem buðu báðar upp á afslætti fyrir félagsmenn samtakanna.

Neytendur hafa hvatt til þess að viðskiptavinir samtakanna sniðgangi þau, að því er kemur fram í frétt BBC.

Ræða yfirmanns NRA, Wayne LaPierre, hefur farið illa í marga en hann var mjög harðorður er hann varði rétt Bandaríkjamanna til að bera skotvopn.

Það var í fyrsta sinn sem samtökin tjáðu sig opinberlega síðan sautján voru drepnir í framhaldsskóla í Flórída.

LaPirre sagði að tækifærissinnar væru að notfæra sér árásina í Flórída til að herða lög um byssueign.

Wayne LaPierre, formaður Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum.
Wayne LaPierre, formaður Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Bækur til sölu
Bækur til sölu Adventures of Huckleberry Finn 1884, 1. útg., Fornmannasögur 1-12...
Ný jólaskeið frá ERNU fyrir 2018 komin.
Kíkið á nýju skeiðina á -erna.is-. Hún er hönnuð af Raghildi Sif Reynisdóttur og...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...