Mótmæltu rasisma á Ítalíu

Fleiri þúsund manns komu saman á götum Rómaborgar á Ítalíu og mótmæltu fasisma og rasisma í dag. Spenna hefur farið ört vaxandi í landinu í aðdraganda kosninganna sem verða 4. mars næstkomandi. Um þrjú þúsund lögreglumenn stóðu vaktina í Róm í dag. 

Mótmæli fóru fram víða um land eða á 119 stöðum þar sem alls yfir fimm þúsund lögreglumenn fylgdust með, samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu. Í sambærilegum mótmælum fyrr í þessum mánuði braust út ofbeldi.    

Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt við tvo einstaklinga sem óttast að flokkar sem eru á móti flóttamönnum eigi eftir að sigra í komandi kosningum. 

Nýjustu skoðanakannanir sýnA að flokkur Sambandsins, sem hét áður Norðursambandið á Ítalíu, fái mest fylgi. Matteo Sal­vini er leiðtogi flokksins sem er á hægri væng stjórnmálanna. Flokkurinn hefur gefið það út að hann vilji ekki taka á móti fleira flóttafólki til landsins. Flokkurinn er sá sami og fyrrverandi forsætisráðherra landsins Silvio Berlusconi leiddi.    

mbl.is

Bloggað um fréttina